Enski boltinn

Kvartaði í dómaranum yfir Wood sem mjálmaði á Zouma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kurt Zouma og Chris Wood eigast við í leik gærdagsins.
Kurt Zouma og Chris Wood eigast við í leik gærdagsins. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Craig Dawson, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, mun hafa kvertað í dómara leiksins þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær vegna þess að framherji Newcastle, Chris Wood, mjálmaði ítrekað á Kurt Zouma.

Eins og flestir vita birtist myndband af Zouma á dögunum þar sem leikmaðurinn sést níðast á köttunum sínum. Á myndbandinu má sjá Zouma slæa kettina sína og sparka í þá.

Ef marka má hina ýmsu miðla á samfélagsmiðlinum Twitter þá nýtti Chris Wood, framherji Newcastle, sér þetta atvik til að reyna að koma varnarmanninum úr jafnvægi. Wood á að hafa mjálmað á Zouma í hvert skipti sem þeir áttust við í leiknum.

Þessi hegðun fór ekki vel í liðsfélaga Zouma, en samkvæmt þessum sömu miðlum á Twitter á Craig Dawson að hafa fengið nóg og farið og kvartað í dómaranum yfir þessu athæfi nýsjálenska framherjans.


Tengdar fréttir

West Ham mistókst að endurheimta Meistaradeildarsætið

West Ham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Heimamenn í West Ham gátu lyft sér aftur upp í Meistaradeildarsæti með sigri, en Newcastle er nú fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×