Lacazette tryggði Arsenal sigur á lokasekúndum leiksins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hetjur Arsenal í kvöld.
Hetjur Arsenal í kvöld. vísir/Getty

Arsenal sýndi mikinn karakter og kom til baka gegn Wolverhampton Wanderers í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Um var að ræða mikilvægan leik í baráttunni um 4.sæti ensku deildarinnar.

Hee-Chan Hwang kom Úlfunum yfir snemma leiks eða strax á tíundu mínútu og alls ekki góð byrjun fyrir Arsenal þar sem Úlfarnir hafa verið afar gjarnir á að halda marki sínu hreinu á tímabilinu.

Fór það svo að gestirnir héldu forystunni allt þar til á 82.mínútu þegar varamaðurinn Nicolas Pepe jafnaði metin og gaf Arsenal aukinn kraft fyrir lokamínúturnar.

Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af þeim tíma fann Alexandre Lacazette sigurmark eftir frábæran samleik við Nicolas Pepe inn á vítateig Úlfanna.

2-1 sigur Arsenal staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira