Fjórða tapið í röð hjá Leeds Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 14:30 Það er farið að hitna undir Marcelo Bielsa. (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) Leeds fékk annan skell í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 6-0 tap gegn Liverpool í vikunni tapaði liðið 0-4 á heimavelli gegn Tottenham í dag. Matt Doherty kom gestunum á bragðið á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning frá hinum bakverðinum, Ryan Sessegnon. Doherty átti svo þátt í næsta marki Tottenham sem Dejan Kulusevski gerði eftir að sá sænski hafi leikið þvert í gegnum alla vörn Leeds á 15 mínútu. Staðan varð svo enn verri fyrir Leeds þegar Harry Kane skoraði á 27. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg. Hálfleikstölur, 0-3. Son Heung-min átti svo lokaorðið þegar hann skoraði fimm mínútum fyrir leikslok eftir langan bolta frá Harry Kane. 0-4 urðu lokatölur og Leeds heldur áfram að leka inn mörkum. Liðið er búið að fá flest mörk á sig í Úrvalsdeildinni, alls 60 mörk eftir 26 leiki en í 38 leikjum á síðasta tímabili fékk liðið bara 54 mörk á sig. Sæti Marcelo Bielsa, stjóra Leeds, fer því að verða ansi heitt. Eftir fjórða tapið í röð er Leeds í 15. sæti deildarinnar með 23 stig. Tottenham er áfram í 7. sæti deildarinnar en er nú búið að jafna West Ham að stigum ásamt því að eiga leik til góða á Hamrana. Enski boltinn
Leeds fékk annan skell í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 6-0 tap gegn Liverpool í vikunni tapaði liðið 0-4 á heimavelli gegn Tottenham í dag. Matt Doherty kom gestunum á bragðið á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning frá hinum bakverðinum, Ryan Sessegnon. Doherty átti svo þátt í næsta marki Tottenham sem Dejan Kulusevski gerði eftir að sá sænski hafi leikið þvert í gegnum alla vörn Leeds á 15 mínútu. Staðan varð svo enn verri fyrir Leeds þegar Harry Kane skoraði á 27. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg. Hálfleikstölur, 0-3. Son Heung-min átti svo lokaorðið þegar hann skoraði fimm mínútum fyrir leikslok eftir langan bolta frá Harry Kane. 0-4 urðu lokatölur og Leeds heldur áfram að leka inn mörkum. Liðið er búið að fá flest mörk á sig í Úrvalsdeildinni, alls 60 mörk eftir 26 leiki en í 38 leikjum á síðasta tímabili fékk liðið bara 54 mörk á sig. Sæti Marcelo Bielsa, stjóra Leeds, fer því að verða ansi heitt. Eftir fjórða tapið í röð er Leeds í 15. sæti deildarinnar með 23 stig. Tottenham er áfram í 7. sæti deildarinnar en er nú búið að jafna West Ham að stigum ásamt því að eiga leik til góða á Hamrana.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti