Torsóttur sigur toppliðsins á Goodison Park

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Umdeilt atvik í uppsiglingu.
Umdeilt atvik í uppsiglingu. vísir/Getty

Man City styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar meistararnir sóttu Everton heim í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

Everton hefur verið í talsverðum vandræðum á tímabilinu en þeim tókst lengi vel að halda aftur af öflugum sóknarmætti Manchester liðsins.

Það var ekki fyrr en á 81.mínútu sem Man City tókst að brjóta vörn Everton á bak aftur en þá skoraði Phil Foden eftir undirbúning Bernardo Silva.

Everton kallaði eftir vítaspyrnu skömmu síðar þegar boltinn hafði viðkomu í hönd Rodrigo inn á vítateig Man City. Eftir að atvikið hafði verið skoðað af VAR ákvað dómarinn að aðhafast ekkert.

Fór að lokum svo að Man City vann nauman 0-1 sigur og hefur þar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira