Rivian er á góðri leið að aukinni framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. febrúar 2022 07:01 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður. Framkvæmdastjóri bandaríska rafbílaframleiðandans Rivian, RJ Scaringe segir að fyrirtækið sé „á góðri leið í átt að aukinni framleiðslu.“ Hann hefur einnig sagt að félagið stefni á 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári. Vistvænir bílar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent
Rivian hóf framleiðslu á R1T rafpallbílnum í september í fyrra og smíðaði 1015 bíla á síðasta ári. Markmiðið voru 1200 bílar en flöguskortur setti strik í reikninginn. Verksmiðja Rivian var stöðvuð fyrstu tíu daga ársins til að gera breytingar í átt að aukinni framleiðslugetu. Einungis örfáir R1S jeppar eru inni í framleiðslutölum síðasta árs. Framleiðslan á R1S byrjaði 15. desember og tveir hafa verið afhendir kaupendum. RJ Scaringe lét hafa þetta eftir sér á Wolfe Research ráðstefnunni sem fram fór í fyrradag. Scaringe bætti við að markmiðið væri að byggja upp vöruframboð sem gæti gert Rivian keift að ná 10% markaðshlutdeild á rafbílamarkaði fyrir árið 2030. Eins og stendur er framleiðslugeta helsti takmarkandi þáttur í ferlum Rivian. Í janúar smíðaði fyrirtækið um 200 bíla á viku. Sem er hvergi nærri nóg til að anna eftirspurn. Rúmlega 71.000 forpantanir eru til staðar í Bandaríkjunum og Kanada á pallbílnum og jeppanum. Auk þess að smíða R1T pallbílinn er Rivian búið að semja við Amazon um smíði 100.000 sendibíla fyrir árið 2025. En 10.000 þeirra eiga að afhendast á þessu ári.
Vistvænir bílar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent