Newcastle taplaust í síðustu sjö leikjum | Cash fékk spjald þegar hann sendi skilaboð til Úkraínu Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 17:30 Matty Cash Getty Images Newcastle og Aston Villa sigurðu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Crystal Palace töpuðu tveimur stigum gegn Burnley. Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022 Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira