„Kelleher er besti varamarkvörður í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:59 Jürgen Klopp sparaði ekki stóru lýsingarorðin þegar hann ræddi um markvörðinn unga eftir sigur Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum með sigur sinna manna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea í gær og hrósaði einni af hetjum liðsins, varamarkmanninum Caoimhin Kelleher, í hástert. Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira