„Kelleher er besti varamarkvörður í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:59 Jürgen Klopp sparaði ekki stóru lýsingarorðin þegar hann ræddi um markvörðinn unga eftir sigur Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum með sigur sinna manna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea í gær og hrósaði einni af hetjum liðsins, varamarkmanninum Caoimhin Kelleher, í hástert. Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira