
Nýskráningar það sem af er árinu 2022 eru 2760 á meðan afskráningar frá áramótum eru 1175 sem þýðir að ökutækjum hefur fjölgað um 1585 ökutæki.

Mest selda undirtegundin í febrúar var Tesla Model Y, sem seldist í 84 eintökum í mánuðinum. Mitsubishi Eclipse Cross var næst mest selda undirtegundin með 62 eintök nýskráð og Toyota Rav4 er þriðja mest selda undirtegundin með 43 eintök nýskráð.

Orkugjafar
Rafmagn er algengasti orkugjafi nýskráðra ökutækja í febrúar. Alls var 371 rafbíll nýskráður í febrúar. Þar vegur Model Y mest. Þar á eftir kemur Kia EV6 með 31 eintak nýskráð. Nissan Leaf var þriðji mest seldi rafbíllinn með 29 nýskráð eintök.