Conte: „Middlesbrough átti skilið að fara áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 23:14 Antonio Conte var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Stu Forster/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í framlengingu í FA-bikarnum gegn B-deildarliðið Middlesbrough í kvöld. „Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
„Úrslitin eru klárlega ekki góð og við megum alveg vera pirraðir,“ sagði Ítalinn að leik loknum. „Þetta var klúður af því að í svona leikjum þarftu að mæta til leiks og klára andstæðinginn snemma. Ef þú gefur þeim von þá fá þeir sjálfstraust og verða betri eftir því sem líður á leikinn og þá getur hvað sem er gerst.“ Ásamt því að tala um hvað hefði mátt fara betur hjá sínu liði hrósaði Conte andstæðingnum fyrir sína frammistöðu og sagði að þeir hefðu átt skilið að fara áfram. „Til að byrja með þá finnst mér mikilvægt að segja að Middlesbrough spilaði vel í kvöld. Þeir eiga skilið virðingu og ég óska þeim til hamingju. Við verðum samt að horfa á okkar frammistöðu og þann leik sem við spiluðum.“ „Í svona leikjum, svona bikarleikjum á útivelli, þá þarftu að reyna að drepa leikinn snemma. Andstæðingurinn þarf að vita að þetta verður erfitt kvöld. Við hefðum getað gert miklu betur og þegar allt kemur til alls þá átti Middlebrough skilið að fara áfram.“ Gengi Tottenham hefur verið upp og niður undanfarnar vikur þar sem liðið lítur mjög vel út eina vikuna, en tapar svo óvænt þá næstu og Conte segir að liðið þurfi að finna jafnvægi. „Þetta er hluti af ferlinu, en við verðum að reyna að forðast þetta upp, niður, upp, niður. Það er bara ein leið til að bæta stöðuna og það er að vinna og læra af þessu tapi. Við verðum að halda áfram og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu.“ „Við veðrum að leggja okkur alla fram það sem eftir er af tímabilinu og sjá svo til hvar við endum og meta stöðuna út frá því. Það er of snemmt að fara að ræða þetta núna,“ sagði Conte að lokum. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Middlesbrough sló Tottenham úr leik í framlengingu B-deildarlið Middlesbrough heldur bikarævintýri sínu áfram í FA-bikarnum eftir að liðið sló úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspur úr leik með 1-0 sigri í framlengdum leik. 1. mars 2022 22:26