Enski boltinn

Tuchel lýsir kvölum Chalobahs: „Emjaði af sársauka“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trevoh Chalobah kennir sér meins eftir tæklingu Nabys Keïta.
Trevoh Chalobah kennir sér meins eftir tæklingu Nabys Keïta. getty/Robin Jones

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Trevoh Chalobah hafi verið mjög kvalinn eftir brot Nabys Keïta á honum í úrslitaleik deildabikarsins gegn Liverpool.

Um miðjan seinni hálfleik fór Keïta með takkana í nárann á Chalobah. Malímaðurinn slapp við spjald þrátt fyrir að atvikið hafi verið skoðað á myndbandi.

Þrátt fyrir að hafa fengið skurð á nárann kláraði Chalobah leikinn og skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni. Liverpool vann hana, 11-10.

Tuchel lýsti ástandinu í búningsklefa Chelsea eftir úrslitaleikinn á blaðamannafundi í gær.

„Ég trúði ekki þvi sem ég sá eftir leikinn. Þeir framkvæmdu bókstaflega aðgerð í klefanum og ég er ekki að grínast. Þeir saumuðu hann saman. Ég trúði þessu ekki. Þegar ég fór voru þeir að sauma hann. Ég heyrði hann emja af sársauka. Þetta leit hræðilega út,“ sagði Tuchel.

„Þetta er mjög stórt. Það væri rangt að segja að hann hafi sýnt hreðjar en hann var mjög hugrakkur. Hann á allt hrós skilið.“

Eftir úrslitaleikinn setti Chalobah inn færslu á Twitter þar sem hann gagnrýndi dómarann Stuart Atwell.

Chelsea mætir Luton Town í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×