Enski boltinn

Dregið í FA-bikarinn: Middlesbrough fær annað erfitt próf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
B-deildarlið Middlesbrough mætir Evrópumeisturum Chelsea í átta liða úrslitum FA-bikarsins.
B-deildarlið Middlesbrough mætir Evrópumeisturum Chelsea í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Mark Fletcher /MI News/NurPhoto via Getty Images

Dregið var í átta liða úrslit elstu og virtustu bikarkeppni heims í kvöld, FA-bikarsins, og óhætt er að segja að áhugaverðar viðureignir séu framundan.

Middlesbrough hefur farið erfiða leið í átta liða úrslitin, en B-deildarliðið er búið að slá Manchester United og Tottenham Hotspur úr leik í seinustu tveimur umferðum. Þeirra verkefni verður ekki auðveldara í átta liða úrslitum, en Middlesbrough mætir Evrópumeisturum Chelsea.

Einn úrvalsdeildarslagur er á dagskrá, en það er viðureign Southampton og Manchester City. Þó er nokkuð góður möguleiki á öðrum þar sem Crystal Palace mætir sigurvegaranum úr viðureign Evrton og Boreham Wood sem leikur í fimmtu efstu deild.

Drátturinn í heild

Crystal Palace - Everton/Boreham Wood

Nottingham Forest/Huddersfield - Liverpool

Middlesbrough - Chelsea

Southampton - Manchester City

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×