Chelsea keyrði yfir Burnley í síðari hálfleik

Chelsea vann sannfærandi sigur gegn Burnley í dag.
Chelsea vann sannfærandi sigur gegn Burnley í dag. Lewis Storey/Getty Images

Chelsea vann afar sannfærandi 4-0 sigur er liðið heimsótti Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en eftir hlé opnuðust flóðgáttirnar.

Reece James kom þeim bláklæddu yfir með marki á 47. mínútu áður en Kai Havertz tvöfaldaði forystu Chelsea sex mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Christian Pulisic.

Havertz var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Chelsea, en það var  svo Christian Pulisic sem setti seinasta naglann í kistu Burnley með marki þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar með 53 stig eftir 26 leiki, 13 stigum á eftir toppliði Manchester City. Burnley situr hins vegar enn í 18. sæti deildarinnar með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira