Baráttan um Meistaradeildarsæti harðnar eftir rómverskan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2022 18:58 Tammy Abraham skoraði eina mark leiksins í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Fyrir leikinn sátu liðin í fimmta og sjöunda sæti deildarinnar og ljóst að bæði lið þurftu á sigri að halda í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, þá sérstaklega Roma sem var níu stigum á eftir Juventus sem situr í fjórða sæti deildarinnar. Heimamenn í Roma voru án knattspyrnustjórans skrautlega José Mourinho sem var í banni, en það kom þó ekki að sök því Tammy Abraham skoraði mark fyrir liðið eftir rúmlega hálftíma leik sem reyndist það eina í leiknum. Í uppbótartíma síðari hálfleiks fóru svo tvö rauð spjöld á loft þegar Marten De Roon í liði Atalanta og Henrikh Mkhitaryan, sem voru báðir á gulu spjaldi, fengu báðir að fjúka örlítið fyrr í sturtu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Rómverja, en sigurinn lyfti liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Roma er nú með 44 stig eftir 26 leiki, þremur stigum minna en Atalanta sem situr í fimmta sæti. Atalanta hefur þó leikið einum leik minna. Ítalski boltinn
Fyrir leikinn sátu liðin í fimmta og sjöunda sæti deildarinnar og ljóst að bæði lið þurftu á sigri að halda í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, þá sérstaklega Roma sem var níu stigum á eftir Juventus sem situr í fjórða sæti deildarinnar. Heimamenn í Roma voru án knattspyrnustjórans skrautlega José Mourinho sem var í banni, en það kom þó ekki að sök því Tammy Abraham skoraði mark fyrir liðið eftir rúmlega hálftíma leik sem reyndist það eina í leiknum. Í uppbótartíma síðari hálfleiks fóru svo tvö rauð spjöld á loft þegar Marten De Roon í liði Atalanta og Henrikh Mkhitaryan, sem voru báðir á gulu spjaldi, fengu báðir að fjúka örlítið fyrr í sturtu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Rómverja, en sigurinn lyfti liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Roma er nú með 44 stig eftir 26 leiki, þremur stigum minna en Atalanta sem situr í fimmta sæti. Atalanta hefur þó leikið einum leik minna.