Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum 6. mars 2022 18:29 Riyad Mahrez skoraði seinni tvö mörk City í dag. Laurence Griffiths/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United hafði unnið seinustu þrjá leiki sína á Etihad-vellinum og þeir þurftu svo sannarlega á stigum að halda í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það voru þó heimamenn í City sem tóku forystuna snemma leiks þegar Kevin De Bruyne stýrði fyrirgjöf Joao Cancelo í netið strax á fimmtu mínútu. Jadon Sancho jafnaði metin fyrir gestina á 22. mínútu með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Heimamenn ætluðu sér ekki að lefa nágrönnum sínum að fagna þessu jöfnunarmarki of lengi og voru nálægt því að taka forystuna á ný þremur mínútum síðar þegar Phil Foden skallaði boltann í þverslánna. Þeir náðu svo forystunni á ný á 28. mínútu þegar Kevin De Bruyne batt endahnútinn á hættulega sókn City-manna og skoraði annað mark sitt í leiknum. Staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks og ljóst að gestirnir þurftu á í það minnsta marki að halda til að fá eitthvað út úr þessum leik. Það voru þó heimamenn í City sem voru mun sterkari aðilinn seinni 45 mínúturnar. Riyad Mahrez skoraði bæði mörk síðari hálfleiksins. Það fyrra þegar hann setti hornspyrnu frá Kevin De Bruyne í fyrstu snertingu í netið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og það seinna í uppbótartíma þegar hann slapp einn inn fyrir eftir stungusendingu frá Ilkay Gundogan. Niðurstaðan varð því 4-1 sigur Manchester City og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 69 stig eftir 28 leiki, en hefur leikið einum leik meira en Liverpool sem situr í öðru sæti. Manchester United situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 47 stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United hafði unnið seinustu þrjá leiki sína á Etihad-vellinum og þeir þurftu svo sannarlega á stigum að halda í baráttu sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það voru þó heimamenn í City sem tóku forystuna snemma leiks þegar Kevin De Bruyne stýrði fyrirgjöf Joao Cancelo í netið strax á fimmtu mínútu. Jadon Sancho jafnaði metin fyrir gestina á 22. mínútu með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Heimamenn ætluðu sér ekki að lefa nágrönnum sínum að fagna þessu jöfnunarmarki of lengi og voru nálægt því að taka forystuna á ný þremur mínútum síðar þegar Phil Foden skallaði boltann í þverslánna. Þeir náðu svo forystunni á ný á 28. mínútu þegar Kevin De Bruyne batt endahnútinn á hættulega sókn City-manna og skoraði annað mark sitt í leiknum. Staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks og ljóst að gestirnir þurftu á í það minnsta marki að halda til að fá eitthvað út úr þessum leik. Það voru þó heimamenn í City sem voru mun sterkari aðilinn seinni 45 mínúturnar. Riyad Mahrez skoraði bæði mörk síðari hálfleiksins. Það fyrra þegar hann setti hornspyrnu frá Kevin De Bruyne í fyrstu snertingu í netið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og það seinna í uppbótartíma þegar hann slapp einn inn fyrir eftir stungusendingu frá Ilkay Gundogan. Niðurstaðan varð því 4-1 sigur Manchester City og liðið er nú með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 69 stig eftir 28 leiki, en hefur leikið einum leik meira en Liverpool sem situr í öðru sæti. Manchester United situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 47 stig.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti