Enski boltinn

„Þessir leikir sem eiga eftir að koma til með að skipta máli“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold var ánægður með sigur kvöldsins.
Trent Alexander-Arnold var ánægður með sigur kvöldsins. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var kátur með 1-0 sigur sinna manna gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann segir að það séu leikir sem þessir sem muni skipta máli þegar uppi er staðið.

„Ég og Andy [Robertson] reyndum báðir að fara upp völlinn þegar við höfðum tækifæri til þess, en það að halda hreinu var alltaf markmiðið,“ sagði Trent í samtali við Sky Sports að leik loknum.

„Okkur hefur tekist það seinustu vikur. Að ná að bjarga á línu var líka frábært þar sem það hjálpaði liðinu að halda markinu hreinu.“

Trent segir að þó að það sé alltaf gaman að vinna stórt þá séu það sigrarnir líkt og í kvöld sem muni skipta máli.

„Horfum bara á leikinn á móti Burnley þar sem við unnum líka 1-0. Það er frábært að vinna stórt, en það eru þessir leikir sem koma til með að skipta máli. Það skiptir ekki máli hvernig þú gerir það, en þú verður að klára verkefnið.“

Enski bakvörðurinn hefur nú lagt upp 16 mörk á tímabilinu sem er persónulegt met.

„Ég reyni alltaf að leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Við viljum allir hjálpa til við að vinna leiki fyrir liðið og ég er ánægður að geta haldið því áfram.


Tengdar fréttir

Liverpool vann sjöunda deildarleikinn í röð

Liverpool heldur sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram, en liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir 1-0 sigur gegn West Ham í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×