„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:38 Ralf Rangnick gerir sér grein fyrir því að Manchester United þarf að vinna leiki. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki. „Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
„Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29