Indian eFTR Hooligan 1,2 er samstarfsverkefni bandaríska mótorhjólaframleiðandans Indian og rafhjólaframleiðanda Super73. Indian telur líklegt að hjólið geti nýst bæði sem „skemmtileg hreyfing og sem samgöngutæki“.
Drifrásin er frá Super73 og er hjólið búið 960Wh rafhlöðu og býður upp á allt að 120 km drægni í ECO stillingu. Hins vegar er hægt að setja hjólið og þá eru allt að 2000 wött í boði sem tryggir hámarkshraða upp á allt að 45 km/klst., að því gefnu að pedölunum sé snúið af krafti með.
Stíllinn á hjólinu er frá Indian, gróf dekk og voldugur framdempari, engin bretti og gullkeðja. Því miður eru hjólið einungis fáanlegt til kaups í Bandaríkjunum. Það mun kosta um 4000 dollara eða 535.000 íslenskar krónur.