Dusty vann stórsigur á Fylki Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. mars 2022 15:30 Eftir öruggan sigur Dusty gegn Kórdrengjum í síðustu viku og slappa frammistöðu Fylkis gegn XY varð Dusty að teljast líklegra liðið til sigurs. Þar að auki hafði Dusty hafði unnið báða fyrri leiki liðanna, 16–9 í Vertigo og 16–11 í Nuke, og leikurinn því hálfgerður skyldusigur. Að auki var til mikils að vinna fyrir Dusty því ef þeir ynnu leikinn væru þeir einungis einum sigri frá því að vinna deildina. Það var því ljóst að Fylkismenn þyrftu að taka á honum stóra sínum gegn ríkjandi meisturunum en Fylkismenn hafa verið í bullandi fallbaráttu nánast frá upphafi tímabilsins. Fylkismenn voru ekki lengi að taka Dusty í bakaríið í hnífalotunni í Inferno og fengu því að byrja í vörn (Counter-Terrorists). Skammbyssulotan féll hins vegar í hlut Dusty þar sem Bjarni tafði vörn Fylkis listilega til að krækja í fyrsta stigið. Klifaðir vopnum héldu leikmenn Dusty vel á spöðunum í næstu tveimur lotum. K-Dot og Zerq áttu allan heiðurinn af fyrsta stigi Fylkis í fjórðu lotunni með fallegri fléttu sem felldi agaða sókn Dusty. Í kjölfarið náði Dusty góðum tökum á banananum ásamt öðrum svæðum á kortinu og pakkaði Fylki saman til að auka forskot sitt enn frekar. Átti Dusty auðvelt með að koma sprengjunni fyrir og Fylkismenn gerðu sig ekki líklega til að draga nein brögð upp úr hattinum. Efnahagur Fylkis var í algjöru lágmarki, sem og liðsandinn, og voru Dusty ekki lengi að koma sér í stöðuna 9–1. Dusty höfðu leikið hratt og skipulega en eftir stutt leikhlé var líkt og Fylkismenn mættu loks til leiks um stund og unnu sína aðra lotu með því að taka hart á móti Dusty framarlega á vellinum. Sá kraftur dugði Fylki skammt. Í þessum öðrum leik Fylkis án Jolla virtist engin ætlun vera á bak við aðgerðir þeirra. Yfirburðir Dusty voru slíkir að þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að sópa upp þeim lotum sem eftir voru í fyrri hálfleik, að þeirri síðustu undanskilinni. Staða í hálfleik: Dusty 12 – 3 Fylkir Liðin skiptu að vanda um hlutverk í síðari hálfleik og var varnarleikur Dusty ekki síðri en sóknarleikurinn. Leikmenn Fylkis sóttu hratt upp bananann í skammbyssulotunni þar sem þeir hríðféllu fyrir skotum Dusty. Full innistæða var fyrir kokhreysti Dusty sem varðist af krafti og öryggi, voru þeir óhræddir við að taka áhættu enda óhræddir við bitlausa sókn Fylkis. Fjórföld fella frá Eddezennn lokaði svo leiknum í nítjándu lotu. Lokastaða: Dusty 16 – 3 Fylkir Eftir þennan einfalda sigur eru Dusty aðeins einum leik frá því að vinna deildina og verður að segjast að Cryths hefur aldrei leikið betur með liðinu í Ljósleiðaradeildinni, enda naut hann stuðnings vel skipaðs liðs síns. Fylkis megin var Zerq nánast sá eini sem hitti eitthvað af viti en það skorti mikið upp á alla eftirfylgni og góð samskipti innan liðsins. Í næstu umferð mætir Dusty XY þriðjudaginn 15. mars en föstudaginn 18. mars tekur Fylkir á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Fylkir
Eftir öruggan sigur Dusty gegn Kórdrengjum í síðustu viku og slappa frammistöðu Fylkis gegn XY varð Dusty að teljast líklegra liðið til sigurs. Þar að auki hafði Dusty hafði unnið báða fyrri leiki liðanna, 16–9 í Vertigo og 16–11 í Nuke, og leikurinn því hálfgerður skyldusigur. Að auki var til mikils að vinna fyrir Dusty því ef þeir ynnu leikinn væru þeir einungis einum sigri frá því að vinna deildina. Það var því ljóst að Fylkismenn þyrftu að taka á honum stóra sínum gegn ríkjandi meisturunum en Fylkismenn hafa verið í bullandi fallbaráttu nánast frá upphafi tímabilsins. Fylkismenn voru ekki lengi að taka Dusty í bakaríið í hnífalotunni í Inferno og fengu því að byrja í vörn (Counter-Terrorists). Skammbyssulotan féll hins vegar í hlut Dusty þar sem Bjarni tafði vörn Fylkis listilega til að krækja í fyrsta stigið. Klifaðir vopnum héldu leikmenn Dusty vel á spöðunum í næstu tveimur lotum. K-Dot og Zerq áttu allan heiðurinn af fyrsta stigi Fylkis í fjórðu lotunni með fallegri fléttu sem felldi agaða sókn Dusty. Í kjölfarið náði Dusty góðum tökum á banananum ásamt öðrum svæðum á kortinu og pakkaði Fylki saman til að auka forskot sitt enn frekar. Átti Dusty auðvelt með að koma sprengjunni fyrir og Fylkismenn gerðu sig ekki líklega til að draga nein brögð upp úr hattinum. Efnahagur Fylkis var í algjöru lágmarki, sem og liðsandinn, og voru Dusty ekki lengi að koma sér í stöðuna 9–1. Dusty höfðu leikið hratt og skipulega en eftir stutt leikhlé var líkt og Fylkismenn mættu loks til leiks um stund og unnu sína aðra lotu með því að taka hart á móti Dusty framarlega á vellinum. Sá kraftur dugði Fylki skammt. Í þessum öðrum leik Fylkis án Jolla virtist engin ætlun vera á bak við aðgerðir þeirra. Yfirburðir Dusty voru slíkir að þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að sópa upp þeim lotum sem eftir voru í fyrri hálfleik, að þeirri síðustu undanskilinni. Staða í hálfleik: Dusty 12 – 3 Fylkir Liðin skiptu að vanda um hlutverk í síðari hálfleik og var varnarleikur Dusty ekki síðri en sóknarleikurinn. Leikmenn Fylkis sóttu hratt upp bananann í skammbyssulotunni þar sem þeir hríðféllu fyrir skotum Dusty. Full innistæða var fyrir kokhreysti Dusty sem varðist af krafti og öryggi, voru þeir óhræddir við að taka áhættu enda óhræddir við bitlausa sókn Fylkis. Fjórföld fella frá Eddezennn lokaði svo leiknum í nítjándu lotu. Lokastaða: Dusty 16 – 3 Fylkir Eftir þennan einfalda sigur eru Dusty aðeins einum leik frá því að vinna deildina og verður að segjast að Cryths hefur aldrei leikið betur með liðinu í Ljósleiðaradeildinni, enda naut hann stuðnings vel skipaðs liðs síns. Fylkis megin var Zerq nánast sá eini sem hitti eitthvað af viti en það skorti mikið upp á alla eftirfylgni og góð samskipti innan liðsins. Í næstu umferð mætir Dusty XY þriðjudaginn 15. mars en föstudaginn 18. mars tekur Fylkir á móti Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti