Hvetur United til að nýta sér upplausnina hjá Chelsea og krækja í Tuchel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 16:01 Hugsar Thomas Tuchel sér til hreyfings eftir vendingar síðustu daga? getty/Lewis Storey Jamie Carragher segir að forráðamenn Manchester United eigi að nýta sér ástandið í herbúðum Chelsea og fá knattspyrnustjóra liðsins, Thomas Tuchel. Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Breska ríkisstjórnin frysti eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í dag vegna tengsla hans við Vladímír Pútin, forseta Rússlands. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga félagið. Chelsea má til að mynda ekki selja fleiri miða á leiki í vetur né selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu og það gæti misst stærstu styrktaraðila sína. Þá setja refsiaðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar fyriráætlanir Abramovichs um að selja Chelsea í uppnám. Svo gæti reyndar farið að félagið yrði selt en Abramovich má ekki græða neitt á því. Staðan hjá Chelsea er því nokkuð óljós og Carragher segir í pistli á The Telegraph að United eigi að nýta sér það og fá Tuchel yfir til Manchester. United er í leit að manni til að taka við félaginu af Ralf Rangnick í sumar. „Manchester United hefur fengið upplagt tækifæri til að fá stjórann sem ætti að vera efstur á óskalista þeirra: Thomas Tuchel. Vegna stöðunnar hjá Chelsea hefur ákvörðun United að bíða með stjóraráðninguna þar til eftir tímabilið fært þeim möguleika sem enginn sá fyrir. Einn besti stjóri heims ætti að vera þeirra fyrsti kostur,“ skrifaði Carragher. „Tuchel, eins og allir aðrir á Stamford Bridge, veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Enginn getur fullvissað hann um hvernig leikmannahópurinn lítur út í byrjun næsta tímabils í ljósi þess að salan á félaginu tefst. Enginn stjóri vill starfa við svoleiðis aðstæður. Ef hann fær tækifæri til að taka við félagi eins og United ætti hann að nýta það.“ Carragher segir að United sé spennandi kostur fyrir Tuchel. „United getur boðið honum upp á öryggi og stuðning sem allir stjórar þrá. Þetta á kannski eftir að líta út fyrir að vera hálfgert rán, að nýta sér vandræði Chelsea, en út frá sjónarhóli United og Tuchels er þetta ekki spurning.“ Erik ten Hag, stjóri Ajax, og Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hafa aðallega verið orðaðir við United. Sá síðarnefndi tók einmitt við PSG þegar Tuchel var rekinn þaðan um jólin 2020. Tuchel tók í kjölfarið við Chelsea og hefur unnið þrjá titla hjá Lundúnaliðinu, þar á meðal Meistaradeild Evrópu síðasta vor.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira