Á von á svefnlausum nóttum eftir erfiða byrjun í nýju starfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2022 14:00 Jesse Marsch hefur ekki fengið neina draumabyrjun í starfi knattspyrnustjóra Leeds United. getty/George Wood Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, á ekki von á því að sofa mikið á næstunni eftir slaka byrjun liðsins undir hans stjórn. Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“ Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira