Liverpool eykur pressuna á City Atli Arason skrifar 12. mars 2022 14:30 Luis Díaz fagnar Getty Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton. Luis Díaz kom gestunum frá Liverpool yfir á 19. mínútu með kollspyrnu eftir frábæra sendingu frá Joel Matip. Eftir klukkutíma leik átti Naby Keita marktilraun sem Yves Bissouma handlék innan teigs. Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði auðveldlega á mitt markið. Með sigrinum minnkar Liverpool forskot Manchester City á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Manchester City leikur gegn Crystal Palace á mánudaginn. Enski boltinn
Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton. Luis Díaz kom gestunum frá Liverpool yfir á 19. mínútu með kollspyrnu eftir frábæra sendingu frá Joel Matip. Eftir klukkutíma leik átti Naby Keita marktilraun sem Yves Bissouma handlék innan teigs. Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði auðveldlega á mitt markið. Með sigrinum minnkar Liverpool forskot Manchester City á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Manchester City leikur gegn Crystal Palace á mánudaginn.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti