Sanchez bjargaði stigi fyrir Inter í uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. mars 2022 21:44 Alexis Sanchez í leiknum í kvöld. vísir/Getty Ítalíumeistarar Inter Milan náðu ekki að hrista af sér vonbrigði vikunnar í Meistaradeildinni þegar liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Inter vann góðan sigur á Anfield í miðri viku en það dugði þó ekki til að komast áfram þar sem Liverpool hafði unnið fyrri leik liðanna 0-2. Liverpool leikurinn virtist enn sitja í Inter liðinu í kvöld því strax á tólftu mínútu náðu heimamenn forystunni með marki brasilíska varnarmannsins Bremer. Torino tókst að standast allar sóknarlotur Inter manna í leiknum allt þar til á síðustu mínútu uppbótartíma þegar varamaðurinn Alexis Sanchez skoraði eftir stórkostlega stoðsendingu Edin Dzeko. Lokatölur 1-1. Inter situr í 3.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði AC Milan en Inter á þó einn leik til góða. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar Inter Milan náðu ekki að hrista af sér vonbrigði vikunnar í Meistaradeildinni þegar liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Inter vann góðan sigur á Anfield í miðri viku en það dugði þó ekki til að komast áfram þar sem Liverpool hafði unnið fyrri leik liðanna 0-2. Liverpool leikurinn virtist enn sitja í Inter liðinu í kvöld því strax á tólftu mínútu náðu heimamenn forystunni með marki brasilíska varnarmannsins Bremer. Torino tókst að standast allar sóknarlotur Inter manna í leiknum allt þar til á síðustu mínútu uppbótartíma þegar varamaðurinn Alexis Sanchez skoraði eftir stórkostlega stoðsendingu Edin Dzeko. Lokatölur 1-1. Inter situr í 3.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði AC Milan en Inter á þó einn leik til góða.