Þrenna Ronaldo tryggði Man Utd sigur í fimm marka leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. mars 2022 19:30 Þrenna! vísir/Getty Cristiano Ronaldo lék á als oddi þegar Manchester United fékk Tottenham Hotspur í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski markahrókurinn opnaði markareikninginn strax á tólftu mínútu þegar hann kom Man Utd í forystu með góðu skoti utan vítateigs sem söng í netinu. Markahrókurinn í liði Tottenham, Harry Kane, jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á Alex Telles sem handlék boltann innan vítateigs. Ronaldo var fljótur að ná forystunni aftur fyrir heimamenn þegar hann batt endahnútinn á góða skyndisókn þar sem Jadon Sancho lagði upp markið. Staðan í leikhléi 2-1 fyrir Man Utd. Tom Brady revealed his allegiance for Man United despite his friendship with Tottenham striker Harry Kane #MUFC #THFC https://t.co/A0IcHqS2iw— talkSPORT (@talkSPORT) March 12, 2022 Tottenham neitaði að gefast upp en fengu reyndar góða hjálp frá fyrirliða heimamanna því Harry Maguire setti fyrirgjöf Sergio Reguilon í eigið net á 72.mínútu. Ronaldo hélt uppteknum hætti og náði forystunni í þriðja sinn fyrir Man Utd þegar hann skallaði hornspyrnu Alex Telles í netið á 81.mínútu. Nú tókst Man Utd að halda forystunni allt þar til flautað var til leiksloka og mikilvægur 3-2 sigur staðreynd. Enski boltinn
Cristiano Ronaldo lék á als oddi þegar Manchester United fékk Tottenham Hotspur í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski markahrókurinn opnaði markareikninginn strax á tólftu mínútu þegar hann kom Man Utd í forystu með góðu skoti utan vítateigs sem söng í netinu. Markahrókurinn í liði Tottenham, Harry Kane, jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á Alex Telles sem handlék boltann innan vítateigs. Ronaldo var fljótur að ná forystunni aftur fyrir heimamenn þegar hann batt endahnútinn á góða skyndisókn þar sem Jadon Sancho lagði upp markið. Staðan í leikhléi 2-1 fyrir Man Utd. Tom Brady revealed his allegiance for Man United despite his friendship with Tottenham striker Harry Kane #MUFC #THFC https://t.co/A0IcHqS2iw— talkSPORT (@talkSPORT) March 12, 2022 Tottenham neitaði að gefast upp en fengu reyndar góða hjálp frá fyrirliða heimamanna því Harry Maguire setti fyrirgjöf Sergio Reguilon í eigið net á 72.mínútu. Ronaldo hélt uppteknum hætti og náði forystunni í þriðja sinn fyrir Man Utd þegar hann skallaði hornspyrnu Alex Telles í netið á 81.mínútu. Nú tókst Man Utd að halda forystunni allt þar til flautað var til leiksloka og mikilvægur 3-2 sigur staðreynd.