Miklar tilfinningar í öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 13. mars 2022 16:25 Yarmolenko réð ekki við tilfinningar sínar í fagnaðarlátum eftir markið hans. Getty Images Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Watford, Wolves og Leeds unnu öll leikina sína í dag. West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira