Enski boltinn

Arteta: Augljóst að strákarnir eru að njóta þess að spila saman

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi.
Óstöðvandi. vísir/Getty

Arsenal er heitasta liðið í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Liðið hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og stendur nú afar vel af vígi í baráttunni um sæti sem skilar keppnisrétti í Meistaradeild Evrópu.

„Þú þarft að ná góðri frammistöðu til að vinna Leicester. Þeir eru gott lið og gerðu okkur erfitt fyrir. Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Arteta í leikslok.

„Við erum í góðri stöðu en það er enn að miklu að keppa. Við eigum Liverpool næst og við vitum hversu erfitt það er en við munum spila til sigurs.“

„Við verðum að komast í Meistaradeildina. Við ættum að vera þar. Saga félagsins segir að við eigum að vera þar en við erum ekki enn búnir að tryggja það og það eru margir leikir eftir,“ segir Arteta.

Arsenal hefur á að skipa ansi ungu liði og hafa ungstirni á borð við Gabriel Martinelli og Bukayo Saka verið að spila frábærlega að undanförnu auk þess sem Norðmaðurinn Martin Ödegaard er ekki nema 23 ára gamall en hann hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar að undanförnu.

„Maður skynjar það og finnur fyrir því hvað þeir eru að njóta þess að spila saman. Það skín af þeim á vellinum,“ sagði spænski stjórinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×