BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. mars 2022 07:00 Pétri Steinþórsson, flugmaður fékk bíllyklana afhenda með viðhöfn í sal BMW við Sævarhöfða. BL við Sævarhöfða afhenti í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið hóf sölu rafbíla árið 2013. Bíllinn sem afhentur var er af gerðinni BMW iX Atelier xDrive40, sem er nýjasti fjórhjóladrifni jepplingurinn frá BMW. Bíllinn, sem hefur um 425 km drægni, er 326 hestöfl og getur dregið 2,5 tonn á dráttarkróki sem er mesta dráttargetan á rafbílamarkaðnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, vegna afhendingar þrjú þúsundasta rafbílsins. Hreinir rafbílar með sífellt stærri sneið af kökunni Sala rafbíla hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum samfara auknu framboði frá öllum helstu bílaframleiðendum heims enda nálgast hlutfall nýskráðra rafbíla nú að verða 20% í heildarsölu fólksbíla hér á landi. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að frá því að BL nýskráði fyrsta rafbílinn árið 2013 liðu ríflega fimm ár þar til fyrirtækið hafði selt eitt þúsund slíka bíla, sem var í árslok 2018. Frá þeim tíma leið aðeins 21 mánuður þar til fyrirtækið hafði nýskráð eitt þúsund rafbíla til viðbótar, en það var í lok ágúst árið 2020. Síðan þá liðu átján mánuðir þar til BL nýskráði í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn og afhenti Pétri Steinþórssyni flugmanni bíllyklana með viðhöfn í sal BMW við Sævarhöfða. Mikið úrval rafbíla Frá 2013 hefur rúmur þriðjungur nýskráðra rafbíla á landinu verið frá framleiðendum sem BL hefur umboð fyrir. Sé bæði litið til nýskráðra og innfluttra notaðra rafbíla er hlutfallið 41,2%. Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, vegna afhendingar þrjú þúsundasta rafbílsins. Hreinir rafbílar með sífellt stærri sneið af kökunni Sala rafbíla hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum samfara auknu framboði frá öllum helstu bílaframleiðendum heims enda nálgast hlutfall nýskráðra rafbíla nú að verða 20% í heildarsölu fólksbíla hér á landi. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að frá því að BL nýskráði fyrsta rafbílinn árið 2013 liðu ríflega fimm ár þar til fyrirtækið hafði selt eitt þúsund slíka bíla, sem var í árslok 2018. Frá þeim tíma leið aðeins 21 mánuður þar til fyrirtækið hafði nýskráð eitt þúsund rafbíla til viðbótar, en það var í lok ágúst árið 2020. Síðan þá liðu átján mánuðir þar til BL nýskráði í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn og afhenti Pétri Steinþórssyni flugmanni bíllyklana með viðhöfn í sal BMW við Sævarhöfða. Mikið úrval rafbíla Frá 2013 hefur rúmur þriðjungur nýskráðra rafbíla á landinu verið frá framleiðendum sem BL hefur umboð fyrir. Sé bæði litið til nýskráðra og innfluttra notaðra rafbíla er hlutfallið 41,2%.
Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent