Tuchel ætlar ekki að flýja Chelsea-skipið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnar hér sigurmarki Kai Havertz í gær. Getty/Clive Mason Það er erfitt ástand hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að eigur eigandans Romans Abramovich voru frystar. Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira