Bruno laus við veiruna og verður með á móti Atletico í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 12:01 Bruno Fernandes verður væntanlega í byrjunarliði Manchester United í kvöld en í að minnsta í leikmannahópnum. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United endurheimtir Bruno Fernandes fyrir leikinn mikilvæga á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira