Enski boltinn

Gary Neville segir að City þurfi að óttast Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Neville og Jamie Carragher sjást hér mæta í vinnuna fyrir Sky Sports.
Gary Neville og Jamie Carragher sjást hér mæta í vinnuna fyrir Sky Sports. EPA-EFE/Peter Powell

Manchester City náði ekki að klára sinn leik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær og því er munurinn bara fjögur stig á milli City og Liverpool á toppi deildarinnar.

Liverpool-liðið getur því minnkað forskot Englandsmeistara City í eitt stig með sigri á Arsenal annað kvöld.

Manchester City hefur tapað sjö stigum í síðustu sjö leikjum, gerði jafntefli við Southampton og Crystal Palace og svo tapaði liðið á móti Tottenham. Liverpool hefur aftur á móti unnið átta deildarleiki í röð.

Gary Neville þurfti að viðurkenna eitt í þætti Sky Sports í gær sem hann var ekki hrifinn af.

„Ég held að Liverpool-liðið sé mjög hættulegt. Virkilega, virkilega hættulegir,“ sagði Gary Neville og bætti við:

„Það er hræðilegt að þurfa að segja þetta,“ sagði Neville.

Jamie Carragher hafði mjög gaman af þessu við hlið hans en það má sjá samskipti þeirra hér fyrir neðan.

Liverpool er samt að fara að mæta Arsenal á útivelli en Arsenal hefur unnið fimm deildarleiki í röð og hefur verið heitasta lið deildarinnar ásamt Liverpool og Manchester City.

Gary Neville er sérstaklega hrifinn af sóknarmönnum Liverpool-liðsins og telur að þeir geti mögulega ráðið úrslitum í baráttunni um titilinn í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×