Audi mögulega með pallbíl í pípunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2022 07:01 Hugmyndabíllinn Audi AI:trail frá 2019 Framkvæmdastjóri þýska bílaframleiðandans Audi, Markus Duesmann hefur staðfest að Audi sé að skoða að smíða pallbíl. Audi vill smíða keppinaut fyrir Ford Ranger pallbílinn. Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent
Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent