Audi mögulega með pallbíl í pípunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2022 07:01 Hugmyndabíllinn Audi AI:trail frá 2019 Framkvæmdastjóri þýska bílaframleiðandans Audi, Markus Duesmann hefur staðfest að Audi sé að skoða að smíða pallbíl. Audi vill smíða keppinaut fyrir Ford Ranger pallbílinn. Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent