Diogo Jota: Við eigum eftir níu úrslitaleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 17:45 Diogo Jota fagnar markinu mikilvæga á móti Arsenal á miðvikudagskvöldið. EPA-EFE/NEIL HALL Diogo Jota sér ekkert nema úrslitaleiki fram undan hjá Liverpool liðinu sem á enn möguleika á því að vinna fjórfalt á þessu tímabili. Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Staðan í ensku úrvalsdeildinni hefur batnað til mikillar muna síðustu vikur og eftir 2-0 sigur á Arsenal er Manchester City nú aðeins með eins stigs forskot. Jota kom Liverpool yfir í leiknum með gríðalega mikilvægu marki. En vissi Jota að Klopp ætlaði að fara að taka hann af velli þegar hann skoraði markið? „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég Mo og Bobby á hliðarlínunni. Ég vissi ekki hvort það væri ég sem væri að fara af velli en ég átti alveg eins von á því. Ef þú vilt enda leik á einhvern hátt þá er ekkert betri en að gera það með marki,“ sagði Diogo Jota í viðtali við heimasíðu Liverpool. Spánverjinn Thiago Alcantara átti stoðsendinguna á hann. „Þegar þú ert með leikmann eins og Thiago á miðjunni þá veistu að ef þú ert á réttum stað þá getur hann séð þig og komið með boltann á þig. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég fékk eitthvað svæði til að vinna með í þessum leik,“ sagði Jota. Það er mikil samkeppni í framlínu Liverpool eftir að félagið keypti Luis Díaz frá Porto og Roberto Firmino náði sér að meiðslunum. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) „Það er gott að vera með okkur alla því það er þá hægt að dreifa álaginu og við getum þá komið inn með þessa aukaorku sem við þurfum af því við erum að spila á þriggja daga fresti. Við erum með í öllum keppnum og það eru margir leikir fram undan. Allir verða mikilvægir og það eru spennandi dagar á næstunni,“ sagði Jota. „Við höfum náð að minnka forskot City í eitt stig og núna er þetta undir okkur komið. Níu leikir. Níu úrslitaleikir. Ég trúi því að við getum klárað þetta,“ sagði Jota. „Það er mjög spennandi að vera að keppa á öllum vígstöðvum. Ég tel að við getum unnið alla titla. Við erum samheldnir, vinnum vel saman lið og það eru nokkurn veginn allir heilir. Við getum því barist um alla þessa titla,“ sagði Jota.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira