Crystal Palace í undanúrslit eftir stórsigur gegn Everton 20. mars 2022 14:25 Crystal Palace er á leið í undanúrslit FA-bikarsins. Tom Dulat/Getty Images Crystal Palace vann öruggan 4-0 sigur gegn Everton í átta liða úrslitum FA-bikarsins í fótbolta í dag og er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Gestirnir í Everton byrjuðu betur og virtust líklegri til að bjróta ísinn. Það var þó Marc Guehi sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Crystal Palace í forystu með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Michael Olise. Jean-Philippe Mateta skoraði annað mark Crystal Palace stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn komust svo í 3-0 á 79. mínútu með marki frá Wilfried Zaha áður en Will Hughes gulltryggði 4-0 sigur Crystal Palace þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Crystal Palace verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit FA-bikarsins klukkan 17:35 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn
Crystal Palace vann öruggan 4-0 sigur gegn Everton í átta liða úrslitum FA-bikarsins í fótbolta í dag og er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Gestirnir í Everton byrjuðu betur og virtust líklegri til að bjróta ísinn. Það var þó Marc Guehi sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Crystal Palace í forystu með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Michael Olise. Jean-Philippe Mateta skoraði annað mark Crystal Palace stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn komust svo í 3-0 á 79. mínútu með marki frá Wilfried Zaha áður en Will Hughes gulltryggði 4-0 sigur Crystal Palace þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Crystal Palace verður því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit FA-bikarsins klukkan 17:35 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.