Enski boltinn

Derby bjargaði stigi og liðið heldur í vonina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby County berjast fyrir lífi sínu í ensku 1. deildinni.
Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby County berjast fyrir lífi sínu í ensku 1. deildinni. Barrington Coombs/PA Images via Getty Images

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby County halda enn í vonina um að halda sæti sínu í ensku 1. deildinni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Coventry í dag.

Matt Godden kom gestunum í Coventry í forystu eftir um hálftíma leik og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Tom Lawrence jafnaði metin fyrir Derby af vítapunktinum á 66. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli, en Derby er nú með 25 stig eftir 39 leiki í næst neðsta sæti, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Coventry situr hins vegar í 11. sæti deildarinnar með 55 stig, fimm stigum minna en Luton sem situr í sjötta og seinasta umspilssætinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×