Enski boltinn

Robbie Fowler hlær að Gary Neville

Atli Arason skrifar
Robbie Fowler gerði á sínum tíma 120 mörk fyrir Liverpool í 236 leikjum.
Robbie Fowler gerði á sínum tíma 120 mörk fyrir Liverpool í 236 leikjum. Vísir/EPA

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, er pistla höfundur hjá breska miðlinum The Mirror. Fowler gerði ummæli Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United, að aðhlátursefni í sínum nýjasta pistli hjá miðlinum.

„Ég hló upphátt í þessari viku þegar ég heyrði ummæli Gary Neville, að hans fyrrum vinnuveitendur ættu að gera Diego Simeone að næsta knattspyrnustjóra liðsins,“ skrifaði Fowler.

„Ég er ekki að segja að hann [Simeone] sé að spila neikvæðan eða and-fótbolta en sumt af því sem liðin hans gera er hræðilegt, taktíkin sem lið hans spila á bara ekki við Manchester United. Aðdáendur liðsins munu ekki líka við þetta og jafnvel þótt liðið myndi vinna bikara með þessari taktík þá munu aðdáendur liðsins ekki þola þetta lengi. United er með ákveðnar kröfur um hvernig fótbolta liðið á að spila sem Matt Busby og Ferguson lögðu út með.“

Fowler er viss um að Simone muni ekki vera vinsæll hjá United. Hann bendir á að liðinu skortir þessi auðkenni sem Ferguson lagði út með og þeir sjö knattspyrnustjórar sem hafa verið hjá félaginu síðustu níu ár eftir að Ferguson fór hafi ekki náð þeim væntingum. Simone muni falla í sama hóp.

„Simeone passar ekki í þennan flokk. Hann passar ekki við neinn sem elskar fótbolta, í gruninn snýst allt það sem hann gerir um það að stöðva fótbolta. Hjá Manchester United er ekki bara nóg að vinna, Jose Mourinho komst að því á sínum tíma á Old Trafford. Klúbbar þurfa knattspyrnustjóra sem passa við hugmyndafræðina ásamt því að sigra leiki. Hugmyndafræði Mourinho passaði ekki hjá Manchester United,“ skrifaði Robbie Fowler.

Pistill Fowler má lesa í heild með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×