Enski boltinn

Manchester City tekjuhæsta félag heims í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Riyad Mahrez er hér fagnað af liðsfélögum sínum Phil Foden og John Stones eftir að hafa skorað fyrir Manchester City á móti Brentford á Etihad leikvanginum.
Riyad Mahrez er hér fagnað af liðsfélögum sínum Phil Foden og John Stones eftir að hafa skorað fyrir Manchester City á móti Brentford á Etihad leikvanginum. Getty/Visionhaus

Manchester City skapaði mestar tekjur af öllum knattspyrnufélögum heims á 2020-21 tímabilinu samkvæmt nýrri samantekt Deloitte.

Kórónuveiran setti auðvitað mikinn svip á þetta tímabil en félögin töpuðu stórum upphæðum á lægri innkomu af heimaleikjum sínum.

Barcelona var á toppnum tímabilið á undan en datt niður í fjórða sætið á listanum sem gaf nú út í 25. skiptið. Þetta er lægsta staða Börsunga á tekjulistanum síðan 2013-14 tímabilið.

Manchester City bjó til tekjur upp á 644,9 milljónir evra og hækkaði sig um sex sæti á listanum á milli ára. Félagið hefur verið sigursælt inn á vellinum og býr líka af því að vera með öfluga styrktaraðila sem er tengdir eigendunum í Abú Dabí.

Þetta þýðir að City hefur búið til meira en 92 milljarða íslenskra króna á síðustu leiktíð sem er engin smá upphæð.

City er aðeins fjórða félagið til að ná efsta sætinu í sögu listans en hin eru Barcelona, Real Madrid og Manchester United.

Real Madrid (640,7 milljónir evra) er í öðru sæti og Bayern München (611,4 milljónir evra) í því þriðja. Manchester United er í fimmta sætinu og hefur aldrei verið neðar en síðan kemur Paris Saint-Germain í sjötta sæti og Liverpool í því sjöunda.

Evrópumeistaralið Chelsea, nú til sölu þökk sé frystingu eigna eigandans Roman Abramovich vegna innrásar Rússa í Úkraínu, er núna í áttunda sæti á undan Juventus, Tottenham og Arsenal.

  • Allur topp þrjátíu listinn
  • 1. Manchester City – €644.9m
  • 2. Real Madrid – €640.7m
  • 3. Bayern München – €611.4m
  • 4. Barcelona – €582.1m
  • 5. Manchester United – €558m
  • 6. Paris Saint-Germain – €556.2m
  • 7. Liverpool – €550.4m
  • 8. Chelsea – €493.1m
  • 9. Juventus – €433.5m
  • 10. Tottenham – €406.2m
  • 11. Arsenal – €366.5m
  • 12. Borussia Dortmund – €337.6m
  • 13. Atlético Madrid – €332.8m
  • 14. Inter – €330.9m
  • 15. Leicester – €255m
  • 16. West Ham – €221.5m
  • 17. Wolverhampton Wanderers – €219.2m
  • 18. Everton – €218.1m
  • 19. Zenit St. Petersburg – €212m
  • 20. Aston Villa – €207.3m
  • 21. Seville – €199.5m
  • 22. Leeds – €192.7m
  • 23. Roma – €190.4m
  • 24. Atalanta – €187.6m
  • 25. Southampton – €177.5m
  • 26. Borussia Monchengladbach – €177.5m
  • 27. Napoli – €174.5m
  • 28. Newcastle – €170.1m
  • 29. Lazio – €163.5m
  • 30. AC Milan – €161.1m



Fleiri fréttir

Sjá meira


×