Styttist í Stórmeistaramótið í CS:GO: „Þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 23:31 Tómas Jóhannsson (t.v.) og Kristján Einar Kristjánsson (t.h.) fóru stuttlega yfir Stórmeistaramótið í CS:GO sem framundan er. Stöð 2 eSport Eftir viðureignir gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO ræddu þeir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, sérfræðingar deildarinnar, stuttlega um Stórmeistaramótið sem framundan er. Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti
Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti