Chelsea má selja miða en deildin útdeilir ágóðanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2022 07:01 Chelsea má selja miða á ákveðna leiki félagsins á ný. James Gill/Getty Images Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea má á nýjan leik selja miða á útileiki félagsins, bikarleiki og leiki kvennaliðsins. Félagið hefur ekki mátt selja miða á leiki liðsins síðan eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Samkvæmt þessum nýju reglum sem gera félaginu kleift að selja miða á ákveðna leiki liðsins mun ágóðinn af miðasölunni renna til ensku úrvalsdeildarinnar og þaðan verður honum útdeilt til viðeigandi aðila. Þessar reglur þýða einnig að Chelsea mun geta selt miða á heimaleik liðsins gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fer þann 6. apríl. Þá mun félagið einnig geta selt miða á undanúrslitaleik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum helgina 16. og 17. apríl. Stuðningsmenn gestaliða munu geta keypt miða á leiki í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, en ágóðinn af þeim miðasölum mun renna til ensku úrvalsdeildarinnar. Þá munu stuðningsmenn Chelsea geta keypt miða á útileiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni, en ágóðinn af þeim miðasölum mun renna til þess liðs sem tekur á móti Chelsea hverju sinni. Ágóðinn af miðasölu á bikarleiki, svo sem leiki Chelsea í Meistaradeildinni og FA-bikarnum, mun renna til ensku úrvalsdeildarinnar og þaðan verður honum útdeilt til viðeigandi mótshaldara eða mótherja Chelsea. Forráðamenn Chelsea hafa hins vegar óskað eftir því að allur ágóði af miðasölu sem Chelsea hefði undir venjulegum kringumstæðum fengið muni renna til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu. Enska úrvalsdeildin hefur sagt að búast megi við tilkynningu varðandi góðgerðarmálefni þegar búið er að ræða við forráðamenn félagsins. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Félagið hefur ekki mátt selja miða á leiki liðsins síðan eigur Romans Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Samkvæmt þessum nýju reglum sem gera félaginu kleift að selja miða á ákveðna leiki liðsins mun ágóðinn af miðasölunni renna til ensku úrvalsdeildarinnar og þaðan verður honum útdeilt til viðeigandi aðila. Þessar reglur þýða einnig að Chelsea mun geta selt miða á heimaleik liðsins gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fer þann 6. apríl. Þá mun félagið einnig geta selt miða á undanúrslitaleik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum helgina 16. og 17. apríl. Stuðningsmenn gestaliða munu geta keypt miða á leiki í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, en ágóðinn af þeim miðasölum mun renna til ensku úrvalsdeildarinnar. Þá munu stuðningsmenn Chelsea geta keypt miða á útileiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni, en ágóðinn af þeim miðasölum mun renna til þess liðs sem tekur á móti Chelsea hverju sinni. Ágóðinn af miðasölu á bikarleiki, svo sem leiki Chelsea í Meistaradeildinni og FA-bikarnum, mun renna til ensku úrvalsdeildarinnar og þaðan verður honum útdeilt til viðeigandi mótshaldara eða mótherja Chelsea. Forráðamenn Chelsea hafa hins vegar óskað eftir því að allur ágóði af miðasölu sem Chelsea hefði undir venjulegum kringumstæðum fengið muni renna til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu. Enska úrvalsdeildin hefur sagt að búast megi við tilkynningu varðandi góðgerðarmálefni þegar búið er að ræða við forráðamenn félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira