Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Sverrir Mar Smárason skrifar 26. mars 2022 19:15 Birkir Bjarnason skoraði mark Íslands í dag. Getty/Alex Grimm Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. Leikurinn byrjaði mjög hægt fyrstu tíu mínúturnar. Bæði lið voru þolinmóð og þreifuðu á andstæðingnum. Það var svo á 12. mínútu leiksins að Finnar komust yfir 1-0. Urho Nissila gerði vel úti á vinstri kanti, kom inn á völlinn og sendi Teemu Pukki, leikmann Norwich í ensku Úrvalsdeildinni, í gegn. Teemu Pukki fór full auðveldlega fram hjá varnarmönnum Íslands áður en hann lagði boltann í netið fram hjá Rúnari Alex í marki Íslands, svellkaldur. Eftir markið gerðist lítið marktækt í tæpan hálftíma þegar íslenska liðið ákvað að gefa aðeins í. Á 38. mínútu leiksins lagði Jón Dagur boltann á Jón Daða Böðvarsson hægra megin í vítateig Finna. Jón Daði fór með boltann í átt að endalínu og lagði boltann svo vel út í teiginn á fyrirliða Íslands í dag, Birki Bjarnason, sem þakkaði vel fyrir sig, lagði boltann í netið út við stöng og jafnaði metin fyrir Ísland 1-1. Frábærlega gert hjá þessum tveimur margreyndu landsliðsmönnum. Fyrir hálfleik fékk Jón Daði svo fínt skotfæri eftir samspil hans, Jóns Dags og Arnórs Sigurðssonar. Jón Daði skaut þá frá vítateigslínu og Jesse Joronen, markvörður Finna, varði vel. Hálfleikstölur 1-1. Íslenska liðið gerði eina breytingu í hálfleik. Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, fór þá útaf og inn í hans stað kom Atli Barkarson inná. Ísland byrjaði síðari hálfleik mjög vel og fékk færi strax á 47. mínútu sem var í raun besta færi síðari hálfleiks. Alfons Sampsted átti þá góða sendingu upp hægri vænginn á Jón Daða sem tók á rás upp völlinn. Jón Daði sendi góða sendingu inn í teiginn á Jón Dag sem lagði boltann út á Arnór Sigurðsson. Arnór reyndi að setja boltann í nær hornið en hitti ekki betur en svo að boltinn fór út fyrir stöngina og í hliðarnetið. Þessi byrjun gaf góð fyrirheit fyrir síðari hálfleikinn. Finnarnir virtust hafa voðalega lítinn áhuga á því að skora fleiri mörk. Þeirra eina færi í fyrri hálfleik var markið frá Teemu Pukki og í þeim síðari átti Pukki einnig eina færi þeirra. Á 64. mínútu kom sending inn í teig íslenska liðsins, Teemu Pukki var fyrstu á boltann og reyndi skot sem Brynjar Ingi náði að komast í áður en boltinn fór til Rúnars í markinu. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, gerði fjórar breytingar í tveimur hollum um miðjan síðari hálfleik. Fyrst komu Ísak Bergmann Jóhannesson og Aron Elís Þrándarson inná í stað Stefáns Teits Þórðarsonar og Birkis Bjarnasonar á miðjunni. Síðar komu svo Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Gudjonsen inná í stað Jóns Daða Böðvarssonar og Arnórs Sigurðssonar. Allir fjórir komu öflugir inná og leikur liðsins riðlaðist lítið. Síðari hálfleikur var heilt yfir líkt og sá fyrri mjög daufur en fyrir utan þessi tvö færi sem lýst er hér fyrir ofan þá átti íslenska liðið nokkur langskot og fleiri voru færin ekki. Ísland spilaði vel úti á vellinum og Finnar lögðust mjög aftarlega í vörn. Leikurinn fjaraði út og jafntefli varð niðurstaðan, 1-1. Af hverju var jafntefli? Ég myndi segja að það sé vegna þess að Finnum langaði ekkert til þess að sækja sigurinn. Þeir lögðust til baka og reyndu lítið að sækja. Á sama tíma vantaði kannski oft smá hraða í sóknir íslenska liðsins og ákefð. Hverjir voru bestir? Mér fannst Jón Daði eiga mjög fínan leik í dag. Oft hættulegur fram á við og tók virkan þátt í flest öllum færum Íslands. Lúsiðinn eins og alltaf og gefur liðinu mikið framlag. Jón Dagur var einnig sprækur fram á við og miðjan öll (Þórir Jóhann, Stefán Teitur og Birkir Bjarna) var flott. Hvað hefði mátt betur fara? Finnar hefðu alls ekkert þurft að skora þetta mark. Mjög klaufalegt að hleypa Nissila inn á völlinn og svo að gefa Pukki, eina manninum sem mátti alls ekki fá þetta færi, svona litla mótstöðu. Sömuleiðis eins og ég nefndi áðan hefði Ísland getað sett í næsta gír hvað ákefð varðar í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? Íslenska liðið á annan æfingaleik á Spáni og sá leikur verður gegn heimamönnum. Strákarnir mæta Spánverjum á þriðjudagskvöldið næst komandi klukkan 18:45 að íslenskum tíma, að sjálfsögðu í beinni á Stöð2Sport. Alfons Sampsted: Fyrir okkur er mikilvægt að byrja að ná í sigra Alfons, hægri bakvörður íslenska liðsins, var nokkuð sáttur með leikinn gegn Finnum í dag. „Við erum bara sáttir með þennan leik. Við vildum reyna að skapa okkur hættuleg tækifæri þegar við vorum að komast inn á þeirra vallarhelming og svona heilt yfir fannst mér ganga nokkuð vel í því. Úrslitin skipta kannski ekki máli í sjálfu sér þar sem þetta er æfingaleikur en fyrir okkur er mikilvægt að byrja að ná í sigra, byrja að toga til okkar stig og í dag fannst mér við eiga tækifæri til þess að stela þessu undir lokin,“ sagði Alfons. Alfons segist sjá miklar framfarir hjá liðinu. „Já mér finnst það. Það var mun meiri ró yfir liðinu, náðum að nýta okkur svæðin sem þeir gáfu okkur eftir í sínum varnarleik. Það var mjög mikið úti á köntunum og við komum honum svo þaðan inn í boxið. Við erum að ná að verða lið sem getur nýtt okkur veikleika þeirra og svona aðeins stungið hnífnum inn þegar þeir gefa færi á sér,“ sagði Alfons. Landslið karla í fótbolta
Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. Leikurinn byrjaði mjög hægt fyrstu tíu mínúturnar. Bæði lið voru þolinmóð og þreifuðu á andstæðingnum. Það var svo á 12. mínútu leiksins að Finnar komust yfir 1-0. Urho Nissila gerði vel úti á vinstri kanti, kom inn á völlinn og sendi Teemu Pukki, leikmann Norwich í ensku Úrvalsdeildinni, í gegn. Teemu Pukki fór full auðveldlega fram hjá varnarmönnum Íslands áður en hann lagði boltann í netið fram hjá Rúnari Alex í marki Íslands, svellkaldur. Eftir markið gerðist lítið marktækt í tæpan hálftíma þegar íslenska liðið ákvað að gefa aðeins í. Á 38. mínútu leiksins lagði Jón Dagur boltann á Jón Daða Böðvarsson hægra megin í vítateig Finna. Jón Daði fór með boltann í átt að endalínu og lagði boltann svo vel út í teiginn á fyrirliða Íslands í dag, Birki Bjarnason, sem þakkaði vel fyrir sig, lagði boltann í netið út við stöng og jafnaði metin fyrir Ísland 1-1. Frábærlega gert hjá þessum tveimur margreyndu landsliðsmönnum. Fyrir hálfleik fékk Jón Daði svo fínt skotfæri eftir samspil hans, Jóns Dags og Arnórs Sigurðssonar. Jón Daði skaut þá frá vítateigslínu og Jesse Joronen, markvörður Finna, varði vel. Hálfleikstölur 1-1. Íslenska liðið gerði eina breytingu í hálfleik. Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, fór þá útaf og inn í hans stað kom Atli Barkarson inná. Ísland byrjaði síðari hálfleik mjög vel og fékk færi strax á 47. mínútu sem var í raun besta færi síðari hálfleiks. Alfons Sampsted átti þá góða sendingu upp hægri vænginn á Jón Daða sem tók á rás upp völlinn. Jón Daði sendi góða sendingu inn í teiginn á Jón Dag sem lagði boltann út á Arnór Sigurðsson. Arnór reyndi að setja boltann í nær hornið en hitti ekki betur en svo að boltinn fór út fyrir stöngina og í hliðarnetið. Þessi byrjun gaf góð fyrirheit fyrir síðari hálfleikinn. Finnarnir virtust hafa voðalega lítinn áhuga á því að skora fleiri mörk. Þeirra eina færi í fyrri hálfleik var markið frá Teemu Pukki og í þeim síðari átti Pukki einnig eina færi þeirra. Á 64. mínútu kom sending inn í teig íslenska liðsins, Teemu Pukki var fyrstu á boltann og reyndi skot sem Brynjar Ingi náði að komast í áður en boltinn fór til Rúnars í markinu. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, gerði fjórar breytingar í tveimur hollum um miðjan síðari hálfleik. Fyrst komu Ísak Bergmann Jóhannesson og Aron Elís Þrándarson inná í stað Stefáns Teits Þórðarsonar og Birkis Bjarnasonar á miðjunni. Síðar komu svo Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Gudjonsen inná í stað Jóns Daða Böðvarssonar og Arnórs Sigurðssonar. Allir fjórir komu öflugir inná og leikur liðsins riðlaðist lítið. Síðari hálfleikur var heilt yfir líkt og sá fyrri mjög daufur en fyrir utan þessi tvö færi sem lýst er hér fyrir ofan þá átti íslenska liðið nokkur langskot og fleiri voru færin ekki. Ísland spilaði vel úti á vellinum og Finnar lögðust mjög aftarlega í vörn. Leikurinn fjaraði út og jafntefli varð niðurstaðan, 1-1. Af hverju var jafntefli? Ég myndi segja að það sé vegna þess að Finnum langaði ekkert til þess að sækja sigurinn. Þeir lögðust til baka og reyndu lítið að sækja. Á sama tíma vantaði kannski oft smá hraða í sóknir íslenska liðsins og ákefð. Hverjir voru bestir? Mér fannst Jón Daði eiga mjög fínan leik í dag. Oft hættulegur fram á við og tók virkan þátt í flest öllum færum Íslands. Lúsiðinn eins og alltaf og gefur liðinu mikið framlag. Jón Dagur var einnig sprækur fram á við og miðjan öll (Þórir Jóhann, Stefán Teitur og Birkir Bjarna) var flott. Hvað hefði mátt betur fara? Finnar hefðu alls ekkert þurft að skora þetta mark. Mjög klaufalegt að hleypa Nissila inn á völlinn og svo að gefa Pukki, eina manninum sem mátti alls ekki fá þetta færi, svona litla mótstöðu. Sömuleiðis eins og ég nefndi áðan hefði Ísland getað sett í næsta gír hvað ákefð varðar í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? Íslenska liðið á annan æfingaleik á Spáni og sá leikur verður gegn heimamönnum. Strákarnir mæta Spánverjum á þriðjudagskvöldið næst komandi klukkan 18:45 að íslenskum tíma, að sjálfsögðu í beinni á Stöð2Sport. Alfons Sampsted: Fyrir okkur er mikilvægt að byrja að ná í sigra Alfons, hægri bakvörður íslenska liðsins, var nokkuð sáttur með leikinn gegn Finnum í dag. „Við erum bara sáttir með þennan leik. Við vildum reyna að skapa okkur hættuleg tækifæri þegar við vorum að komast inn á þeirra vallarhelming og svona heilt yfir fannst mér ganga nokkuð vel í því. Úrslitin skipta kannski ekki máli í sjálfu sér þar sem þetta er æfingaleikur en fyrir okkur er mikilvægt að byrja að ná í sigra, byrja að toga til okkar stig og í dag fannst mér við eiga tækifæri til þess að stela þessu undir lokin,“ sagði Alfons. Alfons segist sjá miklar framfarir hjá liðinu. „Já mér finnst það. Það var mun meiri ró yfir liðinu, náðum að nýta okkur svæðin sem þeir gáfu okkur eftir í sínum varnarleik. Það var mjög mikið úti á köntunum og við komum honum svo þaðan inn í boxið. Við erum að ná að verða lið sem getur nýtt okkur veikleika þeirra og svona aðeins stungið hnífnum inn þegar þeir gefa færi á sér,“ sagði Alfons.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti