Saga rústaði Kórdrengjum til að tryggja sig falli Snorri Rafn Hallsson skrifar 26. mars 2022 13:01 Saga hafði haft betur í báðum fyrri viðureignum liðanna, 16–10 og 16–12. Liðin voru bæði í botnbaráttunni, Saga í örlítið betri stöðu en Kórdrengir sem fyrir leikinn voru í umspilssæti. Í þetta skiptið lá leiðin í Overpass kortið þar sem Saga hafði betur í hnífalotunni og byrjaði leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Hart var barist í fyrstu skammbyssulotunni þar sem Saga hafði betur. Kórdrengir lentu í veseni í næstu lotu þar sem tíminn var að hlaupa frá þeim og ADHD felldi fjóra Kórdrengi. Kórdrengir náðu þó að fella hann í upphafi þriðju lotu þar sem Saga missti þá nýkeyptan vappa en Skoon sneri lotunni við undir lokin og bjargaði fyrir horn. ADHD var örlítið of árásargjarn í upphafi lotanna og féll snemma en enn og aftur var það Skoon djúpt inni á sprengjusvæðinu sem hélt velli fyrir Sögu. Skemmtileg flétta þar sem Kórdrengir þóttust fara á A-svæðið skilaði Kórdrengjum þeirra fyrsta stigi, en Skoon slökkti í þeim strax í næstu lotu og var hann allt í öllu í leik Sögu framan af. Kórdrengir náðu smá viðspyrnu og unnu tvær lotur í röð en það háði Sögu ekki mikið að vera blankir og þurfa að spara við sig í vopnakaupum. Kórdrengir voru ekki nægilega ákveðnir, hugmyndaríkir eða hraðir í aðgerðum sínum og því hafði Saga ansi stórt forskot þegar farið var inn í síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Saga 12 – 3 Kórdrengir WZRD tókst á undraverðan hátt að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotu síðari hálfleiks þegar lotan virtist unnin fyrir Kórdrengi. Saga fór hratt og sótti framarlega til að tryggja sér fjórtándu lotu og ekki langt í land þegar átjánda lotan fór af stað og Kórdrengir voru í spari. Vörn Kórdrengja var engu betri en sóknin og gat Saga gengið beint inn á sprengjusvæðin og komið bombunni fyrir. Eftir tuttugu arfaslakar lotu lifnaði örlítið yfir Kórdrengjum. Unnu þeir 2 lotur í síðari hálfleik en kraftaverkið sem þurfti til að þeir gætu jafnað var hvergi að finna. Aftur var það sparlota sem Saga vann sem tryggði þeim sigurinn. Lokastaða: Saga 16 – 5 Kórdrengir Með sigrinum hefur Saga tryggt sér áframhaldandi veru í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Kórdrengir enda því í besta falli í umspilssæti og þurfa að berjast áfram fyrir því að halda sér í deildinni. Lokaumferð deildarinnar fer fram í næstu viku og þá mætir Saga Fylki og Kórdrengir Þór, en báðir leikir fara fram þriðjudaginn 29. mars. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Kórdrengir
Saga hafði haft betur í báðum fyrri viðureignum liðanna, 16–10 og 16–12. Liðin voru bæði í botnbaráttunni, Saga í örlítið betri stöðu en Kórdrengir sem fyrir leikinn voru í umspilssæti. Í þetta skiptið lá leiðin í Overpass kortið þar sem Saga hafði betur í hnífalotunni og byrjaði leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Hart var barist í fyrstu skammbyssulotunni þar sem Saga hafði betur. Kórdrengir lentu í veseni í næstu lotu þar sem tíminn var að hlaupa frá þeim og ADHD felldi fjóra Kórdrengi. Kórdrengir náðu þó að fella hann í upphafi þriðju lotu þar sem Saga missti þá nýkeyptan vappa en Skoon sneri lotunni við undir lokin og bjargaði fyrir horn. ADHD var örlítið of árásargjarn í upphafi lotanna og féll snemma en enn og aftur var það Skoon djúpt inni á sprengjusvæðinu sem hélt velli fyrir Sögu. Skemmtileg flétta þar sem Kórdrengir þóttust fara á A-svæðið skilaði Kórdrengjum þeirra fyrsta stigi, en Skoon slökkti í þeim strax í næstu lotu og var hann allt í öllu í leik Sögu framan af. Kórdrengir náðu smá viðspyrnu og unnu tvær lotur í röð en það háði Sögu ekki mikið að vera blankir og þurfa að spara við sig í vopnakaupum. Kórdrengir voru ekki nægilega ákveðnir, hugmyndaríkir eða hraðir í aðgerðum sínum og því hafði Saga ansi stórt forskot þegar farið var inn í síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Saga 12 – 3 Kórdrengir WZRD tókst á undraverðan hátt að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotu síðari hálfleiks þegar lotan virtist unnin fyrir Kórdrengi. Saga fór hratt og sótti framarlega til að tryggja sér fjórtándu lotu og ekki langt í land þegar átjánda lotan fór af stað og Kórdrengir voru í spari. Vörn Kórdrengja var engu betri en sóknin og gat Saga gengið beint inn á sprengjusvæðin og komið bombunni fyrir. Eftir tuttugu arfaslakar lotu lifnaði örlítið yfir Kórdrengjum. Unnu þeir 2 lotur í síðari hálfleik en kraftaverkið sem þurfti til að þeir gætu jafnað var hvergi að finna. Aftur var það sparlota sem Saga vann sem tryggði þeim sigurinn. Lokastaða: Saga 16 – 5 Kórdrengir Með sigrinum hefur Saga tryggt sér áframhaldandi veru í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Kórdrengir enda því í besta falli í umspilssæti og þurfa að berjast áfram fyrir því að halda sér í deildinni. Lokaumferð deildarinnar fer fram í næstu viku og þá mætir Saga Fylki og Kórdrengir Þór, en báðir leikir fara fram þriðjudaginn 29. mars. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti