Enski boltinn

Bamford frá í sex vikur til viðbótar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svekktur.
Svekktur. vísir/Getty

Enski sóknarmaðurinn Patrick Bamford mun mögulega ekki spila meira fyrir Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Enska félagið sendi frá sér tilkynningu nú undir kvöld þar sem greint er frá því að Bamford muni þurfa minnst sex vikur til að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut í leik gegn Wolves á dögunum.

Bamford mun þó ekki þurfa að gangast undir aðgerð.

Þessi 28 ára gamli sóknarmaður var nýkominn aftur til baka eftir meiðsli þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn gegn Úlfunum í fyrri hálfleik en hans hefur verið sárt saknað í sóknarleik Leeds í vetur og er liðið í harðri fallbaráttu um þessar mundir.

Jesse Marsch, nýráðinn stjóri Leeds, getur þó huggað sig við að Kalvin Phillips, Liam Cooper og Diego Llorente eru allir að komast á gott ról en meiðsli hafa haft mikil áhrif á leikmannahóp Leeds í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×