George Clooney opnar á möguleikann á að kaupa enskt fótboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:30 George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney á verðlaunahátíð í London. EPA-EFE/VICKIE FLORES Heimsfrægur bandarískur leikari gæti bæst í hóp þeirra útlendinga sem eiga knattspyrnufélag í Englandi. Hann útilokar ekki slík afskipti að enska boltanum. Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira