Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 10:54 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins er tekinn við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. „Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“ Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“
Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira