Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 10:54 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins er tekinn við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. „Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“ Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“
Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira