Ljósleiðaradeildin í beinni: Fylkir fær einn séns til að bjarga sér frá falli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 20:11 Eins og alla þriðjudaga er Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi. Leikir kvöldsins eru liður í lokaumferð deildarkeppninnar áður en Stórmeistaramótið tekur við, en Fylkir og SAGA mætast í fyrri viðureign kvöldsins. SAGA situr í sjötta sæti deildarinnar og fer hvorki upp né niður sama hvernig fer í kvöld. Leikurinn er hins vegar mun mikilvægari fyrir leikmenn Fylkis, en sigur lyftir þeim upp af botninum og upp fyrir Kórdrengi á betri árangri í innbyrðis viðureginum. Síðari Kórdrengir mæta svo til leiks í síðari viðureign kvöldsins þegar þeir mæta Þór. Það veltur allt á því hvernig fer hjá Fylkismönnum hvort eitthvað sé undir hjá Kórdrengjum. Eins og þeir sem fylgjast með Ljósleiðaradeildinni vita þá fellur liðið í neðsta sæti beint niður um deild, en liðið sem endar í næst neðsta sæti fer í umspil við liðið í öðru sæti í deildinni fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti
Leikir kvöldsins eru liður í lokaumferð deildarkeppninnar áður en Stórmeistaramótið tekur við, en Fylkir og SAGA mætast í fyrri viðureign kvöldsins. SAGA situr í sjötta sæti deildarinnar og fer hvorki upp né niður sama hvernig fer í kvöld. Leikurinn er hins vegar mun mikilvægari fyrir leikmenn Fylkis, en sigur lyftir þeim upp af botninum og upp fyrir Kórdrengi á betri árangri í innbyrðis viðureginum. Síðari Kórdrengir mæta svo til leiks í síðari viðureign kvöldsins þegar þeir mæta Þór. Það veltur allt á því hvernig fer hjá Fylkismönnum hvort eitthvað sé undir hjá Kórdrengjum. Eins og þeir sem fylgjast með Ljósleiðaradeildinni vita þá fellur liðið í neðsta sæti beint niður um deild, en liðið sem endar í næst neðsta sæti fer í umspil við liðið í öðru sæti í deildinni fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti