Reiður eftir að Maguire mátti þola baul frá eigin stuðningsmönnum Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 08:31 Harry Maguire í leiknum gegn Fílabeinsströndinni á Wembley í gær, þar sem baulað var á hann. Getty/Alex Pantling Stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta bauluðu á Harry Maguire, miðvörð Manchester United, þegar hann var kynntur til leiks á Wembley í gærkvöld fyrir vináttulandsleikinn við Fílabeinsströndina. England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs. Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs.
Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira