Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2022 12:39 Gísli með fyrsta sjóbirtinginn þetta tímabilið úr Ytri Rangá Ytri Rangá hefur í gegnum tíðina verið best þekkt sem laxveiðiá en það eru kannski ekki meðvitaðir um að í henni er flottur sjóbirtingur og staðbundinn urriði líka. Vorveiðin í Ytri Rangá er komin af stað en fyrsti sjóbirtingurinn veiddist þar fyrir hádegi og kom sá á land við hinn þekkta veiðistað Gunnugilsbreiðu. Það var Gísli Már Ágústsson sem veiddi fiskinn og það er ekki annað að sjá að þarna sé ca 4-5 punda sjóbirtingur. Það er töluvert magn af sjóbirting í ánni og neðan við Ármót Ytri og Eystri Rangár er oft ansi mikið af honum. Þetta er klárlega tíminn til að vera við bakkana enda gott veður í kortunum til veiða um helgina. Hlýtt og blautt, það verður ekki mikið betra en það. Eftir helgi fer svo að kólna og þá er eins gott að muna eftir hlýjum fatnaði, þykkum vettlingum og góðri húfu. Það er spennandi helgi framundan til vorveiða svo mikið er víst og við bíðum spennt eftir fleiri fréttum af veiðislóð. Gleðilegt veiðisumar :) Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Vorveiðin í Ytri Rangá er komin af stað en fyrsti sjóbirtingurinn veiddist þar fyrir hádegi og kom sá á land við hinn þekkta veiðistað Gunnugilsbreiðu. Það var Gísli Már Ágústsson sem veiddi fiskinn og það er ekki annað að sjá að þarna sé ca 4-5 punda sjóbirtingur. Það er töluvert magn af sjóbirting í ánni og neðan við Ármót Ytri og Eystri Rangár er oft ansi mikið af honum. Þetta er klárlega tíminn til að vera við bakkana enda gott veður í kortunum til veiða um helgina. Hlýtt og blautt, það verður ekki mikið betra en það. Eftir helgi fer svo að kólna og þá er eins gott að muna eftir hlýjum fatnaði, þykkum vettlingum og góðri húfu. Það er spennandi helgi framundan til vorveiða svo mikið er víst og við bíðum spennt eftir fleiri fréttum af veiðislóð. Gleðilegt veiðisumar :)
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði