Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 14:30 Jack Grealish og Pep Guardiola eftir sigurleik Manchester City á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. EPA-EFE/PETER POWELL Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira