Burnley enn þá á lífi í ensku úrvalsdeildinni en Everton komið í alvöru vandræði

Atli Arason skrifar
West Ham United v Everton - Premier League"n
Getty/Tony McArdle

Áfram tapar Everton á útivelli en í þetta skipti í 6 stiga fallbaráttuslag gegn Burnley, lokatölur 3-2 fyrir heimamenn á Turf Moor.

Fyrir leikinn hafði Burnley ekki skorað mark í yfir 400 mínútur í ensku úrvalsdeildinni en þeir gerðu gott betur í kvöld og skoruðu þrjú. Burnely komst yfir með marki Nathan Collins eftir hornspyrnu Maxwel Cornet á 12. mínútu leiksins.

Burnley rétti Everton þó hjálparhönd með því að gefa gestunum tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik en Richarlison skoraði úr báðum spyrnunum og staðan í hálfleik var 1-2 fyrir Everton.

Eftir rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik jafnaði Jay Rodriguez metin með marki á 57. mínútu eftir flottan undirbúning Charlie Taylor. Það var svo fimm mínútum fyrir leikslok þar sem slæmur varnarleikur Everton varð til þess að Matěj Vydra stal boltanum og kom honum fyrir á Cornet sem skoraði sigurmarkið fyrir Burnley.

Everton er nú aðeins einu stigi frá fallsvæðinu í 17. sæti með 25 stig. Burnley kemur hratt á hæla þeirra í 18. sætinu með 24 stig þegar bæði lið eiga 8 leiki eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira