Lífið

Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Konur eru konum bestar verkefnið er árlegt og er safnað fyrir nýju málefni í hvert skipti.
Konur eru konum bestar verkefnið er árlegt og er safnað fyrir nýju málefni í hvert skipti. Trendnet

Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 

„Ég er svo óendanlega þakklát fyrir þetta dýrmæta verkefni okkar Andreu, Aldísar og Nönnu sem stendur fyrir samhug og pepp í garð kvenna,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunu má bak við þetta árlega góðgerðarverkefni.  

„Við viljum minna á að hér er pláss fyrir alla til að blómstra, kenna næstu kynslóð að vera næs, standa saman og halda með náunganum frekar en að brjóta hvert annað niður. Konur eru konum bestar er lítil breyting á setningu en stór breyting á hugarfari,“ útskýrir Elísabet. 

Aldís Pálsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir standa fyrir góðgerðarverkefninu Konur eru konum bestar.Trendnet

„Við veljum nýtt styrktarfélag ár hvert og að þessu sinni söfnuðum við fyrir Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×