Enski boltinn

Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool

Atli Arason skrifar
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið.

Ýmsir miðlar greindu frá því í síðasta mánuði Haaland væri að ná samkomulagi við Manchester City en spænski miðillinn AS skrifaði í liðinni viku að framherjinn hafi neitað tilboði City sem talið var hljóma upp á 500 þúsund pund í vikulaun.

Það er því enn þá í lausu lofti hvert framtíð Haaland liggur. Ásamt City hefur hann verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, PSG, Manchester United og Liverpool.

Jurgen Klopp sagði við þýska blaðið Bild það kæmi ekki til greina að Haaland væri á leiðinni til Liverpool. „Ekki séns. Hann mun ekki koma hingað, upphæðirnar sem um ræðir eru fáránlegar. Til að vera alveg hreinskilin þá munum við ekki koma nálægt þessu,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×