Lífið

„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Falak var gestur í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2 í gær. 
Edda Falak var gestur í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2 í gær. 

Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku.

Lóa hittir aðalpersónurnar sem internetið hefur fætt af sér og skoðar hvaða áhrif netheimar hafa á raunheima og hvernig mörkin verða sífellt óskýrari.

Í gær var rætt við baráttukonuna Eddu Falak sem hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi undanfarið ár.

Edda hefur haldið úti hlaðvarpinu Eigin konur og fengið til sín þolendur kynferðisofbeldis í stólinn og hafa þeir sagt sína sögu á þeim vettvangi.

Hægt er að vera áskrifandi af þættinum hennar Eddu og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur.

„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt,“ segir Edda Falak þegar hún svarar umræddri gagnrýni.

„Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostanaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“

Hún segir að það sé mjög skrýtið að fólk heimti það að hlaðvörp séu frí en hér að neðan má sjá brot úr þættinum frá því í gær.

Klippa: Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×